Hafðu samband í síma

520 9595

" Fasteignasala Torg kynnir"

Álfhólsvegur 200 Kópavogur

Tegund: Einbýli Stærð: 160 fm Herbergi: 5

Fasteignasalan TORG kynnir :  * Fallegt útsýni-stór lóð* Einbýlishús á tveimur hæðum með möguleika á séríbúð í kjallara. Upprunaleg efri hæð. Geymsluris er yfir öllu húsinu. Allar upplýsingar gefur Jóhanna Kristín lgfs í gsm:698-7695, jkt@fstorg.is.
Að sögn eiganda er húsið nýlega sprunguviðgert, múrað og málað ásamt því að þak er nýlega málað. Búið er að endurnýja allt rafmagn og rafmagnstöflur á báðum hæðum. Neðri hæð er með endurnýjuðum innihurðum og gólf er nýlega flotað.
Nánari lýsing:
Efri hæð: Upprunaleg að innan. Gólfefni eru flísar, teppi og dúkflísar. Forstofa með fatahengi innaf. Hol/gangur með innbyggðum fataskáp, eldhús með upprunalegri innréttingu og samliggjandi stofur. Tvö svefnherbergi með fataskápum, baðherbergi með glugga og baðkari.
Neðri hæð: Innangengt frá holi á efri hæð ásamt sér inngangi. Gólfefni eru flísar og flotað gólf. Frá forstofu er lítill gangur.Tvö svefnherbergi og stofa. Baðherbergi með glugga og baðkari. Eldhús án innréttinga. Þvottahús með glugga.  Lítil geymsla er á ganginum.
Hér er um að ræða vel staðsetta eign með 1.120 fm lóð og fallegu útsýni til norðurs.   Allar upplýsingar gefur Jóhanna Kristín lgfs í gsm:698-7695, jkt@fstorg.is.

Skoða nánar
Maríubakki 109 Reykjavík

Tegund: Fjölbýli Stærð: 99 fm Herbergi: 3

LAUS VIÐ KAUPSAMNING!!  Fasteignasalan TORG kynnir: 99,9 fm 3ja herbergja í búð á 3. hæð við Maríubakka í Reykjavík.  Búið er að endurnýja íbúðina töluvert og hún hin smekklegasta.   Allar nánari upplýsingar veitir Garðar Hólm sölufulltrúi gsm 899-8811 eða gardar@fasttorg.is
Nánari lýsing:  Forstofa:   Forstofa með parketi á gólfi. Eldhús:  Elhúsið er með eikar- og hvítri innréttingu með plastlagðri borðplötu. Flíalagt er milli skápa.  Borðkrókur er í eldhúsi.  Parket á gólfi.  Eldhúsinnrétting var endurnýjuð nýlega.
Stofa/borðstofa:  Stofan er með parketi á gólfi. Samliggjandi stofu er borðstofa sem er með sama paketi.  Fallegt útsýni er úr stofunni.  Útgengi er á svalir.
Hjónaherbergi 1:   Parket á gólfi og skápur.  Barnaherbergi 2 : Parket á gólfi og skápur.   
Baðherbergi:  Er flísalagt á gólfi og veggjum við baðkar.  Hvít nýleg innrétting. 
Þvottahús:  Þvottahús er innaf eldhúsi með innréttingu og vaski. Dúkur á gólfi. 
Geymsla:  Sér stór geymsla er í sameign húsins. Allar nánari upplýsingar veitir Garðar Hólm sölufulltrúi gsm 899-8811 eða gardar@fasttorg.is

Skoða nánar
Gnoðarvogur 104 Reykjavík (Vogar)

Tegund: Fjölbýli Stærð: 164 fm Herbergi: 5

Fasteignasalan TORG kynnir:  OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 6. JÚLÍ KL. 17:30-18:00 AÐ GNOÐARVOGI 82:  Falleg sérhæð með bílskúr á frábærum og gróðursælum stað í austurborginni. Stór stofa með suðursvölum, 3 rúmgóð svefnherbergi, þvottahús inn í íbúð. Upprunalegt eldhús með borðkrók, baðherbergi með baðkari og marmaraflísum.    Hægt að nýta geymslu í kjallara sem aukaherbergi.   Fallegur garður í góðri rækt. Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs. gefur allar nánari upplýsingar í síma 698.7695 eða hjá jkt@fstorg.is Nánari lýsing: Gengið er upp útitröppur og að sérinngangi. Komið er inn í forstofu með kork á veggjum og steinflisum á gólfi. Þá er komið inn í opið rúmgott parketlagt hol sem tengir allar vistarverur. Yfirhafnarskápur með rennihurð er á holi. Eldhús: Upprunaleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi og borðkrók. Korkur á gólfi. Stofa: Parket á gólfi og rúmar bæði stofu og borðstofu með útgengi á flísalagðar suðursvalir með ágætis útsýni til fjalla og út í gróðursælan og fallegan garðinn. Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni. Hjónaherbergi með þreföldum skáp og teppi á gólfi. Barnaherbergin bæði ágætlega rúmgóð með teppi á gólfum. Tvöfaldur skápur í öðru herberginu. Baðherbergi:  Með baðkari og upphengdri sturtu, flísalagt í hólf og gólf með ítölskum marmaraflísum. Þvottahús: Er á hæðinni innaf eldhúsi með tengingu fyrir þurrkara. Geymsla: 13,9 fm. geymsla með tveimur gluggum er í sameign í kjallara. Hefur verið nýtt sem svefnherbergi. Innangengt er í sameign úr holi íbúðarinnar. Bílskúr: Upprunalegur með viðarhurð. Á bakhlið er gluggi og hurð út í garð. Viðhald: Þak hússins var yfirfarið og lagfært fyrir fimm árum. Klæðning er á norðurhlið hússins og tímabært er orðið að lagfæra undir málningu og að mála húsið að utan. Nágrenni: Húsið er í grónu og fallegu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu m.a. í Glæsibæ og Skeifunni. Ath.: Íbúðin er í útleigu og er laus til afhendingar 1.nóvember 2015. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs. í síma 698.7695 eða hjá jkt@fstorg.is

Skoða nánar
Hlynsalir 201 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 102 fm Herbergi: 3

***OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAG 7 JÚLÍ kl 18.30-19.00 HLYNSALIR 3 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög falleg og rúmgóð 3ja herb. íbúð með stæði í bílageymslu og aflokaðri sérverönd  í garði. Um er að ræða 102,4fm eign í góðu lyftuhúsi. Gengið er inn í íbúðina inn um sérinngang frá svölum. Innréttingar og gólfefni eru samræmd í íbúðinni, svefnherbergin eru tvö og þvottaherbergi er innan íbúðar. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 820-2222 eða hafdis@fasttorg.is .
Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn um sérinngang frá svölum inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp sem nær uppí loft.
Stofa: frá forstofu er komið inn í rúmgóðar og samliggjandi borðstofu og stofu með fallegu rauðeikarparketi á gólfi. Útgengt er út á hellulagða verönd með timburskjólveggjum frá stofunni.
Eldhús: Eldhúsið er með dökkri Maghony innréttingu sem nær uppí loft, gráirjóttar borðplötur og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Flísar eru á gólfi, og vönduð stáltæki, keramikhelluborð með háf yfir, tengi er fyrir uppþvottavél og ofninn er í vinnuhæð.
Svefnherbergi: herbergin eru tvö bæði með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Baðherbergi: baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með baðkari með sturtuaðstöðu. Hvít innrétting með halogenlýsingu er einnig á baðherberginu.
Þvottahús: innan íbúðar er gott þvottaherbergi með flísum á gólfi, hillum, vaski og vinnuborði.
Geymsla: í sameign er sérgeymsla sem fylgir eigninni með hillum.
Sameign: íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu og einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Niðurlag: Þetta er virkilega falleg og rúmgóð íbúð með stæði í lokaðri bílageymslu og aflokaðri verönd á þessum vinsæla stað í Salahverfi Kópavogs þar sem örstutt er í skóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
 

Skoða nánar
Ásaþing 203 Kópavogur

Tegund: Raðhús Stærð: 301 fm Herbergi: 5

TILBÚIÐ AÐ UTAN - FOKHELT AÐ INNAN Fasteignasalan TORG kynnir vel staðsett raðhús með fallegu útsýni yfir Elliðavatn og til Bláfjalla.  Húsið er á tveimur hæðum, fjögur svefnherbergi og bílskúr.  Upplýsingar gefur Óskar Bergsson , sölufulltrúi í síma 893 2499 og oskar@fstorg.is
Lýsing:
Raðhús nr 9 við Ásaþing fastanúmer 229-4176
Á 1. hæð er forstofa þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og þvottahús auk  þess sem innangengt er í bílskúr.   Á 2. hæð er eldhús, rúmgott hjónaherbergi og baðherbergi.  Stofa og borðstofa eru samtals 52,8 fm.  Stórar svalir sem er auðvelt er að loka.  Húsið afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan með grófjafnaðri lóð, eða samkvæmt nánara samkomulagi. Afhending er frá febrúar 2015.   Möguleiki er að fá húsin afhent tilbúin undir tréverk eða fullbúin.
Nánari upplýsingar gefur  Óskar Bergsson , sölufulltrúi í síma 893 2499 og oskar@fstorg.is
http://php.onno.is/vefir/afhus/asathing1-11/index.php?page=ibudir          

Skoða nánar
Vindakór 9-11 203 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 112 fm Herbergi: 4

** OPIÐ HÚS í fimmtud. 2. júlí kl. 18:00-18:30 Vindakór 9-11** Fasteignasalan TORG kynnir:  Björt og glæsileg fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílastæði í bílakjallara í Kórunum í Kópavogi.  LAUS STRAX!  Fasteignasalan TORG kynnir - Glæsileg 4ra herbergja 112,9 m2 íbúð á 2. hæð ásamt bílastæði í bílageymslu á frábærum stað við Vindakór í Kópavogi. Komið er inn í forstofu með fallegum dökkum flísum og rúmgóðum hvítum fataskáp. Hol/gangur, stór og björt stofa og með rúmgóðum suðursvölum. Eldhúsið er með hvítlakkaðri innréttingu opið inn í stofu og borðstofu. Fallegt eikarparket á gólfum í herbergjum, eldhúsi og stofu. Baðhergi með flísum og fallegri innréttingu, stórri flísalagðri sturtu og möttu gleri. Þvottahús einnig með flísum og skolvask. Geymsla í kjallara ásamt sér bílastæði í bílastæðahúsi.  Nánari uppl. gefur Bjarni sölufulltrúi í síma: 895-9120 eða bjarni@fstorg.is Húsið og innra skipulag: Húsið er á 3785 m2 óskiptri lóð en hlutfallslegri sameign og er einn matshluti með 21 íbúð, óupphitaðri bílageymslu með 19 bílastæðum. Bílastæði á lóðinni eru 25 talsins einnig í óskiptri hlutfallslegri sameign. Sérafnotaréttur af lóð fylgir íbúðum á jarðhæð skv. samþ. aðaluppdráttum. Ein íbúð er fyrir þarfir fatlaðra. Í kjallara eru bílageymslur, inntaksrými, geymslur, sorpgeymsla, hjóla- og vagnageymsla. Bílageymslan er sameiginleg fyrir báða matshlutana.

Skoða nánar
Hlíðarhjalli 200 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 78 fm Herbergi: 3

Fasteignasalan TORG  kynnir:  Fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð við Hlíðarhjalla í Kópavogi.   Íbúðin sjálf er 78,6 fm. Ibúðin getur verið laus fljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir sölufulltrúi í síma 696-6580. Forstofa:  komið er inn á forstofu með forstofuskáp, dúkur á gólfi.
Eldhús:  rúmgott eldhús með dökkri innréttingu, dúkur á gólfi. 
Stofa:  samliggjandi borðstofa og stofa, dúkur á gólfi, útgengt á stórar suðursvalir með fallegu útsýni.
Hjónaherbergi:  rúmgott hjónaherbergi með fataskápum, dúkur á gólfi.
Barnarherbergi:  gott barnaherbergi, dúkur á gólfi. Baðherbergi:  baðherbergið með flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél og þurkara.  Geymsla:  ca 6 fm geymsla í sameign. Í sameign er einnig hjóla og vagnageymsla.
Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar?
Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, sölufulltrúi í síma 696-6580 eða tölvupósti thorgeir@fstorg.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Skoða nánar
Lækjasmári 201 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 141 fm Herbergi: 4

Fasteignasalan TORG kynnir:  Vorum að fá í einkasölu bjarta og fallega 114,9 m2, 4ra herbergja íbúð á annari hæð í sex íbúða fjölbýlishúsi á besta stað í Kópavogi, neðst við Kópavogslæk. Í íbúðinni eru 3 rúmgóð herbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, þvottahús og geymsla innan íbúðar, eldhús með eldhúskrók, sjónvarpshol, stórar suðursvalir, sér geymsla í sameign og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Þar að auki fylgir bílastæði í bílakjallara. Grænt opið svæði við hliðina, barnvænt og gott hverfi. Örstutt í verslun, skóla, leikskóla, íþróttir og þjónustu. Smáralind og Smáratorg eru í göngufjarlægð . Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Tómas söluf./viðsk.fr. í síma 895-9120 eða bjarni@fasttorg.is.
Gengið er í íbúðina á annari hæð í gegnum snyrtilega sameign.
Komið er inn í flísalagða   forstofu  með ljósum fataskáp.
Eldhús  er með parketi á gólfi og góðri hvítri innréttingu með viðarköntum. Helluborð, vifta og háfur. Tengi fyrir uppþvottavél. Opinn og bjartur eldhúskrókur.
Rúmgott hol  er fyrir framan forstofu. Upplagt fyrir vinnuaðstöðu eða sjónvarp.
Baðherbergið  er flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og flísalagðri sturtu, stórri innréttingu og salerni.
Hjónaherbergið  er stórt með miklum hvítum fataskápum. Parket á gólfi.
Barnaherbergin  eru 2, bæði mjög rúmgóð,  með góðum hvítum fataskápum og parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa  eru rúmgóðar og bjartar með eikarparketi á gólfi.  Góðir gluggar sem snúa í suður. Frá stofunni er útgengt útá rúmgóðar suður svalir . 
Gólfefni eru fljótandi parket og flísar.
Þvottahús og geymsla er innan íbúðar. Hillur á veggjum. Sérgeymsla er í sameign og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Bílastæði fylgir íbúðinni í sameiginlegum bílakjallara sem er staðsettur undir bílastæðum.
Um er að ræða góða íbúð á góðum, rólegum og barnvænum stað við opið og grænt svæði neðst við Kópavogslækinn. Örstutt í skóla,  íþróttir, verslun og þjónustu.  Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni sölufulltrúi í síma 895 9120 eða bjarni@fasttorg.is 
 

Skoða nánar
Heyholt 311 Borgarnes

Tegund: Sumarhús Stærð: 67 fm Herbergi: 4

Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegan sumarbústað sem stendur á 2.880.- fm eignarlóð á skipulögðu frístundarsvæði í landi Heyholts í Borgarbyggð. Húsið stendur í kjarri grónum hraunkambi þannig að útsýni er mikið og fallegt. Rúmlega 150 fm timburverönd er í kringum húsið. Kalt vatn er á svæðinu frá Orkuveitu Reykjavíkur en rafmagn er þjónustað af Rafmagnsveitu Ríkisins. Húsið er hitað upp með rafmagni. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, baðherbergi, auk opins alrýmis, en þar er eldhús, borðstofa og setustofa. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason löggiltur fasteignasali í gsm 694-4700 eða  steini@fasttorg.is Húsið er byggt úr einingum. Krossviður og grind 2x6. Lofthæð er um 270 cm .Loft eru klædd með panil og veggir með gifsi og standandi panilklæðningu 110cm frá gólfi nema baðherbergi er allt klætt panil. Á gólfi er massíft parket, hlynur, sem þarf að slípa yfir.Gluggar eru með K-gleri sem gefur meiri einangrun. Í veggjum er 150mm steinull og 200mm ull í þaki og gólfi .Gólfefni  í anddyri og á baði eru ófrágengin. Hurðar eru 70 cm fulningahurðar úr Húsasmiðjunni. Innrétting í eldhúsi er smíðuð úr brúnbæsari furu. Helluborð með 4 hellum og bakarofni. Á baði er hitakútur og 90cm sturta, innrétting, wc, og vaskur. Bústaðnum fulgir geymsluskúr sem er 6 m2. Hann er einangraður og klæddur með gifsi að innan en viðhaldsfríum stein að utan.         .Skúrinn er með rafmagni.Festingateikningar og burðarvirki á húsi má sjá á heimasíðu borgarbyggðar. Þak er klætt með svörtu stallajárni frá vírnet í borgarnesi.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason löggiltur fasteignasali í gsm 694-4700 eða  steini@fasttorg.is

Skoða nánar
Álfaberg 221 Hafnarfjörður

Tegund: Parhús Stærð: 290 fm Herbergi: 7

**OPIÐ HÚS fimmtud. 2. júlí kl. 17:00-17:30 Álfabergi 20 allir áhugasamir kaupendur velkomnir**
Mjög vel staðsett eign rólegum stað í Setberginu í Hafnarfirði, Álfaberg 20. Afar glæsilegt og vel búið parhús á rólegum og sérstaklega fallegum stað. Húsið er í mjög góðu ástandi og vel viðhaldið og hefur verið mikið endurnýjað. Gott útsýni er til suðurs og vesturs og vel ræktaður skjólsæll garður, sem hlotið hefur sérstaka viðurkenningu. Aðalhæðin er 145,5 m 2 . Húsið er með innbyggðum 59,8 m 2 bílskúr. Á jarðhæð er einnig 84 m2 rými sem ekki er inni í skráðum fermetrafjölda eignarinnar og er eignin því samtals um 290 m2.  Aðkoma að húsinu er einkar þægileg, sólríkt er í kringum húsið, góð útiaðstaða er í garði og innkeyrslu og mjög stutt er út á stofnbraut.  Þetta er sérstaklega áhugaverð eign. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Tómas sölufulltrúi í síma 895-9120 eða á netfanginu; bjarni@fstorg.is  
 
Björt og opin aðalhæð 
Inngangur:  Gengið er upp steyptar tröppur. Þak nær vel yfir tröppur við inngang. Forstofa:  Rúmgóð forstofa, hvítar flísar á gólfi, góðir skápar og fatahengi. Alrými/sjónvarpsrými :  Rúmgott og bjart með mikilli lofthæð. Vinnuaðstaða ásamt sjónvarpsrými.  Fallegt beykiparket á gólfi.  Stofa/borðstofa:  Gengið niður úr alrými/sjónvarpsrými, þrjú þrep. Fallega hönnuð og björt stofa/borðstofa með gluggum í tvær áttir. Eikarparket á gólfi, hátt til lofts. Úr stofu/borðstofu er útgengt á hellulagða suðurverönd. Eldhús:  Korkflísar á gólfi. Gott skápapláss, falleg eldri innrétting frá Brúnási, hvít með viðarköntum. Skemmtilegur bjartur borðkrókur með fallegu útsýni til suðurs út í garðinn. Þvottahús:  Er innaf eldhúsi, lakkað gólf og innréttað meðal annars fyrir þvottavél, þurrkara og skolvask. Góðar vegghillur. Í þvottahúsi er salerni afstúkað ásamt handlaug. Úr þvottahúsi er útgengt út í bakgarðinn.   Hjónaherbergi:  Rúmgott. Beykiparket á gólfi, góðir skápar, gluggar til austurs.  Svefnherbergi:  Þrjú góð svefnherbergi, parketlögð og plássmiklir skápar.   Baðherbergi:  Sérlega rúmgott. Flísalagt í hólf og gólf, bæði með innbyggðu baðkari og góðum sturtuklefa. Endurnýjað árið 2009 með innréttingu frá  Brúnási. 
 
Tilvalin ungmennaíbúð eða vinnuaðstaða á rúmgóðri jarðhæð 
Skjólgott rými við inngang: Í framhaldi af innkeyrslu er skjólgott rými undir tröppum. Inngangur: Sérinngangur er á jarðhæðina. Forstofa:  Rúmgott forstofuherbergi með glugga. Alrými:  Rúmgott gluggalaust alrými sem nýta má t.d. sem stofu, vinnuherbergi, leikherbergi eða eldhús. Panelklædd loft og veggir, spónarparket á gólfi.  Baðherbergi:   Með sturtu, vaski og salerni.   Svefnherbergi:  Mjög rúmgott, spónarparket á gólfi, panelklædd loft og veggir, fataskápur og gluggi. Ekki full lofthæð.  Geymsla/lagnarými:  Rúmgóð geymsla/lagnarými er einnig á jarðhæðinni.  Geymsla undir tröppum: Rúmgóð sorp- og verkfærageymsla er undir tröppum. Bílskúr/geymsla:  Afar rúmgóður 59,8 m2 bílskúr. Innst í bílskúrnum er geymsla með vegghillum og góðri vinnuaðstöðu. Innkeyrsla / bílaplan: hellulagt með hitalögn.
Í hnotskurn 
Eign sem er sérstaklega auðvelt að aðlaga öllum árstíðum: Afar glæsilegt og rúmgott parhús í fallegu og eftirsóttu umhverfi. Mjög stutt er í leikskóla, skóla, íþróttasvæði og alla þjónustu. Stutt er í gönguleiðir á einu helsta útivistarsvæði Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Bjarni sölufulltrúi í síma 895-9120 eða á netfanginu; bjarni@fstorg.is
 

Skoða nánar

UM TORG

 

Á Fasteignasölunni TORG starfa einstaklingar

með mikla þekkingu á fasteignamarkaðinum.

Í dag eru 9 fasteigna-fyrirtækja og

skipasalar starfandi hjá stofunni og þó nokkrir

af þeim einnig löggiltir leigumiðlarar. 

 

Einnig eru 6 sölufulltrúar fasteigna sem hver um 

sig hefur mikla þekkingu og reynslu.

Nánar

KORTASJÁ

Hér getur þú skoðað allar eignir á eignaskrá í gegnum kortasjá.

Nánar

Ertu að selja?

Skráðu upplýsingar hér fyrir neðan og starfsmaður mun hafa samband.