Hafðu samband í síma

520 9595

" Fasteignasala Torg kynnir"

Miðtún 105 Reykjavík (Austurbær)

Tegund: Fjölbýli Stærð: 76 fm Herbergi: 2

**OPID HÚS Miðtúni 58, þriðjud. 29. júlí kl. 17:30-18:00 ** Fasteignasalan TORG og Bjarni sölufulltrúi s. 895 9120  kynna vel staðsetta, gullfallega 2ja-3ja herb. 76,7 fm. íbúð með sérinngangi á þessum vinsæla stað við miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er mikið endurnýjuð. Komið er inn í bjarta forstofu og rúmgott hol. Stór stofa, opið er á milli stofu, borðstofu og eldhúss, sem er með fallegri innréttingu. Hjónaherbergi með skápum, gott hol, stórt baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Inn af baðherbergi er geymsla en i henni er þvottaaðstaða
Nánari uppl. veitir Bjarni sölufulltrúi i síma 895 9120 eda bjarni@fasttorg.is  
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í forstofu með fallegum ljósum flísum á gólfi. Innaf forstofu er komið inn í rúmgott flísalagt hol. Stofan er með eikarparketi á gólfi og við hlið hennar er eldhús einnig með parketi á gólfi. Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu frá IKEA, parket á gólfi. Hjónaherbergi er rúmgott, fataskápur, parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt med hvítum fallegum flísum í hólf og gólf.  Úr forstofu er gengið inn í sameiginlegt þvottahús.
Að sögn eiganda var eignin mikið endurnýjuð 2005, skipt var um eldhús og baðinnrettingar, gólfefni endurnýjað svo og innihurðir.  Rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta. Skólp og dren endurnýjað ad hluta.  Þetta er góð eign í grónu og vinsælu hverfi þar sem stutt er í miðbæ Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni sölufulltrúi s. 895 9120 eða bjarni@fasttorg.is
 

Skoða nánar
Asparás 210 Garðabær

Tegund: Fjölbýli Stærð: 116 fm Herbergi: 3

***OPIÐ HÚS MÁNUDAG 28 JÚLÍ kl 18.30-19.00 ASPARÁS 1 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: *EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING* Sérlega glæsileg og arkitektahönnuð íbúð með sérinngangi og aflokaðri verönd í litlu fjölbýli í Ásahverfi Garðabæjar. Um er að ræða 3ja herb íbúð skráð 116,0 fm að stærð. Allar innréttingar eru samræmdar, gólfefni eru vönduð, gegnheilt parket og flísar og þvottaherbergi er innan íbúðar.  Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn um sérinngang inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi , mjög góðum fastaskáp sem nær uppí loft og halogenlýsing er í lofti. Rennihurð aðskilur forstofu frá íbúðarrými.
Hol: frá forstofu er komið inná rúmgott parketlagt hol. Þar er gert ráð fyrir sjónvarpsrými.
Stofa: stofa eignarinnar rúmar einnig borðstofu. Parket er á gólfi og útgengt er á góða aflokað verönd/garð sem snýr til suðurs.
Eldhús: Eldhúsið er glæsilegt og vel útbúið, falleg innrétting með gráum borðplötum, keramikhelluborð, vifta og ofninn er í vinnuhæð. Tengi er fyrir uppþvottavél og tveir gluggar eru á eldhúsinu. Áfast eldhúsborð fylgir með og falleg rennihurð setur skemmtilegan svip á eldhúsið. Halogenlýsing er í lofti.
Þvottaherbergi: innaf eldhúsi er þvottahús, flísar eru á gólfi, hvítir efriskápar, vaskur og vinnuborð.
Svefnherbergi: tvö góð svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði eru með parketi á gólfi og góðum fataskápum sem ná uppí loft. Falleg halogenlýsing er í hjónaherbergi.
Baðherbergi: baðherbergið er sérlega glæsilegt og vandað. Flísalagt er í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, mjög góð innrétting með miklu skápaplássi er á baðherberginu ásamt upphengdu salerni og handklæðaofni.
Geymsla: sér geymsla með sérinngangi, glugga og hillum fylgir eigninni og er hún við hlið íbúðar.
Niðurlag: Þetta er virkilega vönduð og falleg íbúð með sér garði og sérinngangi í góðu litlu fjölbýli í Ásahverfi Garðabæjar. Sjón er sögu ríkari. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is

Skoða nánar
Sléttuhlíð 221 Hafnarfjörður

Tegund: Sumarhús Stærð: 40 fm Herbergi: 2

Sumarhús í næsta nágrenni við Hafnarfjörð.   Fasteignasalan TORG, býður fallegan sumarbústað í Sléttuhlið F7, í Hafnarfirði rétt við Kaldárselsveg, stutt eftir hesthúsabyggðina Sörlaskeið og Fluguskeið, ekið eftir Kaldárselsvegi inn á Sléttuhlíðarveg (sjá vegakort í myndaröð). Sumarbústaðurinn sem er næst innstur í botnlanga vegar, er í 3 húsum, 2 einangruð með þykkri steinull.  Eitt húsið 18 ferm er stofa, panelklædd með eldunaraðstöðu og vaski. Annað húsið 16ferm er einnig panelklætt, svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtuklefa, allt mjög snyrtilegt og flott. Sífelld endurnýjun á einhvern hátt á hverju sumri. Þriðja húsið er svo geymsla 6,0ferm. Stór timburverönd er í kringum húsin með plássi fyrir heitan pott.  Rafmagn er komið að lóðarmörkum.  Upphitun í húsinu er gas-upphitun.  Lóðin er falleg með gras- og trjágróðri.  Umhverfið er einstaklega fallegt, ofan vegar er trjágróður sem umlykur sumarhúsabyggðina en neðan vegar í suðurátt er mosavaxið hraun.  Eignin er veðbandalaust orlofshús. Tilboð óskast í eignina.  Möguleikar á stækkun bústaðarins eru eftirfarandi:
Sléttuhlíð deiliskipulag – tillaga að breytingu á skilmálum.  29.07.2010 BJ
3.3 BYGGINGARGERÐ Á SVÆÐI A OG B
Byggingargerð er sú sama fyrir allt svæðið. Flest frístundarhúsin eru byggð á tímabilinu 1920-1980 og tilheyra því eldri byggðarmynstri. Gert er ráð fyrir að þær byggingar sem munu rísa verði í anda þeirra sem fyrir eru. Innan byggingarreits er heimilt að reisa hús, samtals allt að 100 m² að heildargrunnfleti.
Heimilt er að reisa geymslu, vinnustofu eða gestahús allt að 20 m², sem skal standa frítt og mega byggingarnar ekki vera tengdar með þaki eða vegg . Birt grunnflatarmál skv. skráningartöflu aðalhúss og gestahúss má samtals ekki fara yfir 100 fm .    Mænishæð aðalhúss skal ekki fara yfir 5.5 m yfir gólfkóta og vegghæð langhliða má ekki fara yfir 2,8 m yfir gólfkóta . Þakahalli skal vera á bilnu 14-60°.   Mænisstefna gestahúss skal vera sú sama og aðalhús eða hornrétt á.     Mænishæð gestahússins skal ekki fara yfir 4.5 m yfir gólfkóta þess.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn sölufulltrúi, sem sýnir eignina s:8-67-37-07 og bjossi@fasttorg.is og pantið skoðun.  

Skoða nánar
Lindasmári 201 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 165 fm Herbergi: 7

***OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAG 29 JÚLÍ kl 17.30-18.00 LINDASMÁRI 35 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög rúmgóð, björt og falleg 7 herbergja íbúð á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað í Smárahverfi Kópavogs þar sem örstutt er í skóla og alla þjónustu. Um er að ræða 165fm íbúð með 5 rúmgóðum svefnherbergjum.  Á neðri hæð íbúðarinnar er forstofa, hol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, 2 stofur, eldhús og þvottaherbergi. Efri hæðin samanstendur af holi, tveimur svefnherbergjum, gluggalausu herbergi með loftræstingu og innaf því er geymsla.  Íbúðin er í góðu ástandi, m.a. er loftaklæðing ný með innfelldri lýsingu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 165 fm, flatarmál neðri hæðar er 112,8 fm og flatarmál rissins er 52,2 fm. Þá er ótalið það rými sem er undir súðinni.
Staðsetning er mjög góð, stutt er í alla þjónustu, Smáralind, skóla og leikskóla. Leiktæki eru við lóð, lítil snjóbrekka o.fl. Þá er örstutt í frábært útvistarsvæði í dalnum. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn í forstofu með nýlegum fataskápum og pl.parketi á gólfi.
Hol: frá forstofu er komið inn á gott hol með parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa: frá holi er opið inn í stofu og borðstofu sem eru samliggjandi og rúmgóðar. Mjög góð lofthæð er í stofunum , pl.parket er á gólfi og útgengt á suðursvalir.
Eldhús: eldhúsið er vel útbúið með góðri kirsuberjainnréttingu með nýlegri borðplötu og fallegum flísum á milli efri og neðri skápa. Stál eldavél með keramikhelluborði og háf yfir er í eldhúsinu og tengi er fyrir uppþvottavél. Mjög rúmgóður borðkrókur er við glugga.
Þvottaherbergi: innaf eldhúsi er þvottaherbergi með flísum á gólfi og vélarnar eru í vinnuhæð.
Svefnherbergi : á neðri hæð eru 2 barnaherbergi  og hjónaherbergi, öll með pl. parketi á gólfi. Í hjónaherberginu eru nýlegir hvítsprautaðir fataskápar.
Baðherbergi:   flísalagt er í hólf og gólf, bæði baðkar og sturtuklefi  er á baðherberginu ásamt góðri  innréttingu og handklæðaofni.
Efri hæð: Úr holinu liggur fallegur hringlaga járnstigi upp í risið og er komið þar upp í rúmgott hol.
Svefnherbergi:   á efri hæðinni eru tvö mjög rúmgóð svefnherbergi með pl. parketi á gólfi og velúxgluggum til norðurs. Að auki er gluggalaust herbergi  sem er með loftræstingu.
Geymsla: innaf gluggalausa herberginu er góð geymsla með rennihurð sem aðskilur herbergið og geymsluna. Gott geymslurými er einnig undir súðinni.
Sameign: í sameign er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Niðurlag: þetta er virkilega rúmgóð og falleg íbúð með 5 rúmgóðum svefnherbergjum og því tilvalin eign fyrir stóra fjölskyldu. Örstutt er í skóla, leikskóla  og alla þjónustu.  Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is

Skoða nánar
Langalína 210 Garðabær

Tegund: Fjölbýli Stærð: 171 fm Herbergi: 4

***OPIÐ HÚS mánud. 28.júlí frá kl .17:30 til 18:00 að Löngulínu 2, stigagangi B, íbúð 604***   Fasteignasalan TORG kynnir PENTHOUSE íbúð með öllu í fjólbýlishúsi með lyftu! Tvennar svalir, þaksvalir um 84,8fm til suðurs og góðar norðursvalir um 18,1fm. Tvö bílastæði fylgja í bílakjallar og góða geymsla. Penhouse-íbúðin hönnuð af Thelmu B. Friðriksdóttir, allar innréttingar frá Aðalvík. Íbúðin er á 6 hæð, skráð 164fm að stærð, auk geymslu í sameign skráð 7,8fm, samtals skráð 171,8fm. Útúr íbúðinni er mikið útsýni út á Arnarvog og til norðurs, 3 góð svefnherbergi, stórt aðalrými með borðstofu og eldhúsi, tvö baðherbergi og gott þvottaherbergi. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar hjá Sigurði lgfs í síma 898-6106 eða sigurdur@fasttorg.is
 
Nánari lýsing: Komið er inní íbúðina á gang sem er með stórum forstofuskápum. Hvítað parket á mest allri íbúðinni eða gráar flísar. Allar hurðir eru 2,5m að hæð, svart-bæsaðar. Innfelld halogen lýsing er í íbúðinni og gólfhiti í öllum rýmum.  Yfir hluta af íbúðinni er geymsluloft, gengið upp inn í þvottaherbergi.
Svefnherbergi : Tvö góð barnaherbergi með skápum, hurðar hvítlakkaðar. Útgengi er úr öðru barnaherberginu út á þaksvalir. Hjónaherbergið er stórt með fataherbergi innaf og útgengi út á þaksvalir sem eru 84,8fm að stærð til suðurs.
Aðalrými:  Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu aðalrými sem er með hátt til lofts, um 8m hæð. Stofan er með gólfsíðum gluggum og útgengi út á norðursvalir, um 18,1fm að stærð. Í stofunni er flísalagður steinveggur með etanol arin.
Eldhús: Innrétting frá Aðalvík. Allar hurðar hvítlakkaðar, svartgranít á borðplötu. Innfeld uppþvottavél og ísskápur fylgja íbúðinni. Vönduð tæki frá gorenje, hálfur, Spam helluborð, uppþvottavél, ísskápur og ofn.
Baðherbergi, gestasalerni og þvottaherbergi: Gestasalerni er við inngang íbúðar, sem er með vönduð tæki og gráar flíasr á gólfi. Aðalabaðherbergi er með gráum flísum á gólfi og upp einn vegg. Svört innrétting og svört granít borðplata. Vönduð baðherbergistæki, baðkar og sturta eru á baðherberginu. Þvottaherbergið er með góðri innréttingu og aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurkara, hleri upp á háaloft er inná þvottaherbergi en stórt geymsluloft er yfir stórum hluta íbúðar.
Þaksvalir: stórar hellulagðar þaksvalir til suðurs fylgja íbúðinni, skráðar 84,8fm að stærð með gler-handriði með þeim endilögðum. Tengi fyrir heitapotti er til staðar að sögn seljanda.
Niðurlag: Hér er um glæsilega og vandaða penthouse íbúð með tvennar svalir, tvö bílastæði í bílakjallar, tvö baðherbergi, 3 góð svefnherbergi, geymslu í kjallara skráð 7,8fm með millilofti. Stutt í alla almenna þjónustu, skóla o.fl.
 
Allar nánari upplýsingar, teikningar og bókun skoðunar hjá Sigurði Gunnlaugssyni lgfs í síma 898-6106 eða sigurdur@fasttorg.is

Skoða nánar
Fensalir 201 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 143 fm Herbergi: 4

***OPIÐ HÚS MÁNUDAG 28 JÚLÍ kl 17.30-18.00 FENSALIR 6 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög rúmgóð, björt og falleg 4jaherb íbúð með yfirbyggðum svölum og bílskúr  í fallegu fjölbýli í Salahverfi Kópavogs. Um er að ræða 143,4 fm eign og þar af er bílskúr og geymsla 28.8fm. Íbúðin er á efstu hæð í litlu fjölbýli með frábæru útsýni, þremur svefnherbergjum og örstutt er í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
Nánari lýsing. Forstofa: komið er inn í opið rými, pl. parket er á gólfi og góður fataskápur sem nær uppí loft.
Eldhús: eldhús eignarinnar er mjög vel útbúið og rúmgott með dökkri  innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa og ljósum borðplötum. Vönduð stáltæki eru í eldhúsinu, AEG ofn er í vinnuhæð, keramikhelluborð og tengi er fyrir uppþvottavél. Mjög rúmgóður borðkrókur/borðstofa er við stóran glugga með góðu útsýni.
Stofa: opið er inn í stofu frá eldhúsi. Stofan er með pl.parketi á gólfi og með stórum gluggum og frá stofunni er  gengið út á yfirbyggðar svalir með frábæru útsýni.
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott  og flísalagt í hólf og gólf.  Falleg ljós innrétting með halogenlýsingu og bæði baðkar og sturtuklefi.  Salerni er upphengt og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: herbergin eru 3, öll rúmgóð með pl.parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Þvottaherbergi: innan íbúðar er gott þvottaherbergi með flísum á gólfi, innréttingu með vaski og vélarnar eru í vinnuhæð.
Bílskúr:   bílskúrinn er skráður 28.8 fm. Rafmagnshurðaopnari, heitt og kalt vatn og vaskur og vinnuborð er í bílskúrnum ásamt geymslulofti.
Niðurlag: Þetta er virkilega falleg og björt íbúð með yfirbyggðum svölum, bílskúr, 3 svefnherbergjum og frábæru útsýni. Örstutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, heilsugæslu, sundlaug, verslun og íþróttaaðstöðu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
 

Skoða nánar
Sólvallagata 101 Reykjavík (Miðbær)

Tegund: Einbýli Stærð: 235 fm Herbergi: 6

***OPIÐ HÚS MÁNUDAG 28 JÚLÍ kl 18.30-19.00 SÓLVALLAGATA 57 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: Sjarmerandi og  fallegt einbýlishús á tveimur hæðum  ásamt steinsteyptum kjallara í þessari eftirsóttu götu Sólvallagötu í  vesturbæ Reykjavíkur.  Húsið er 235,5 fermetrar að stærð og þar af er  25,2 fermetra steinsteyptum bílskúr sem var byggður nýr frá grunni 2006. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum m.a. eldhús, baðherbergi, lagnir og fl. Skipt var um glugga í stofu og um járn á öllu húsinu árið 1999 og húsið var drenað árið 2006.  Árið 2010 var byggður fallegur sólpallur út frá stofunni með stiga niður í garðinn. Húsið var málað að utan 2013 og rafmagn endurnýjað ca 1985. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
Nánari lýsing : Aðalhæð: Forstofa: fallegir sérsmíðaðir skápar eru í forstofu og korkflísar á gólfi.
Eldhús:  eldhúsið er rúmgott með beykiinnréttingum og beykiborðplötum. Flísar  eru á milli skápa. Góður borðkrókur og Korkflísar á gólfi.  Miele innbyggð uppþvottavél og tvöfaldur ofn fylgja með og einnig Simens ísskápur sem er innbyggður og Simens keramikhelluborð.
Stofur:   stofurnar eru Samliggjandi , virkilega fallegar og sjarmerandi. Parket er á gólfi og aukin lofthæð. Vængjahurð er úr stofu út á nýlega timurverönd og þaðan er stigi niður í garðinn.
Forstofuherbergi: opið í stofu og í forstofu. Aukin lofthæð. Parket á gólfi. Möguleiki væri á að loka því og nota sem svefnherbergi.
Efri hæð: Gengið er upp parketlagðan stiga upp á efri hæð.
Hol: parket á gólfi.
Svefnherbergi: Þrjú herbergi, öll rúmgóð og öll parketlögð. Skápar eru í hjónaherbergi. Viðrunarsvalir (franskar) eru út af einu herberginu.
Baðherbergi: Mjög rúmgott og bjart baðherbergi með opnanlegum glugga,  falleg sérsmíðuð innrétting, handklæðaofn og bæði baðkar og sturtuklefi er á baðherberginu. Flísar eru á gólfi og veggir eru flísalagðir og með viðarklæðningu.
Geymsla: á efri hæðinni er lítil og gluggalaus geymsla.
Kjallari: Innangengt úr forstofu niður stiga með korkflísum. Einnig er sérinngangur í kjallarann.
Hol: með vaski. Korkflísar á gólfi.
Snyrting: lítil. Korkflísar á gólfi.
Þvottahús: með sturtu, flísar á gólfi.
Tvö stór herbergi: korkflísar á gólfi .
Geymsla: stór geymsla í kjallara og einnig köld geymsla undir útitröppum.
Parket er úr beyki. Hurðir hafa verið spónlagðar upp á nýtt. Verksmiðjugler er í gluggum í stofu, annað gler er upphaflegt.
Bílskúr: Steinsteyptur, byggður nýr 2006, raflýstur, upphitaður og með rennandi vatni.  Há hurð og með útgangi út í garð.
Aðkoma: falleg aðkoma er að húsinu. Hitalagnir eru í hellulögn fyrir framan bílskúr og hús og lóðin gróin  og ræktuð, 378,0 me.
Niðurlag: þetta er virkilega fallegt og sjarmerandi hús á besta stað í borginni þar sem stutt er í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is

Skoða nánar
Völuás 260 Njarðvík

Tegund: Einbýli Stærð: 225 fm Herbergi: 5

Fasteignasalan TORG býður 225,0ferm glæsieign, fullgert einbýlishús (186,8ferm) á einni hæð ásamt innbyggðum rúmgóðum bílskúr (38,2ferm) á 766,0ferm lóð í Ytri-Njarðvík í Reykjanesbæ.  Óhindrað "panorama" útsýni til norðurs, austurs og vestur yfir sjóinn, fjallahringurinn upp i Bláfjöll og yfir til Snæfellsness. Húsið er allt klætt ítölskum steínflísum og bílskúrinn klæddur Bergsteinsflísum.  Mjög flott eign.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í anddyri (6,9ferm) með fatahengi, þaðan í skála (19,9ferm) , þar yfir er stór þakgluggi sem veitir mikla og góða birtu en sem hægt er að draga fyrir með gluggatjöldum, þaðan í sjónvarpsstofu (13,4ferm) og loks inn í borðstofu (15,3ferm) , allt einn breiður gangur sem gengur í gegnum húsið að endilöngu og innangengt í allar vistarverur hússins þaðan.
Opið eldhús (15,3ferm) er við hlið borðstofu, með vönduðum „Soprano“ innréttingum, og veggur hlaðinn Bergsteinsplötum, eldunareyja er fyrir miðju gólfi með granít plötu.  Gufugleypir er innifalinn inni í borðplötunni til að skyggja ekki á útsýnið frá eldhúsinu.
Þvottaherbergi (5,3ferm) er við hlið eldhúss, búið þvottavéla/þurrkarasamstæðu sem er hluti af Soprano innréttingunni.  Skolvaskur og mikill skápur eru hluti þvottaherbergis innréttingarinnar.  Dyr út í garð.
Setustofan (25,3ferm) er hinumegin við borðstofu með miklum gluggum sem ná alveg niður á gólf til tveggja hliða og útsýnið alveg óborganlegt.  Lagt er fyrir arin inni í stofu en hann er óuppsettur.
Hjónaherbergi samtals 26,4ferm sem skiptist í: svefnhluti (12,2ferm) , fataherbergi (7,0ferm), sér baðherbergi (7,2ferm) baðkarið er sérpantað (2,0m að lengd og 1,0m að breidd) og allt flísalagt í hólf og gólf.
Tvö rúmgóð svefnherbergi (14,6ferm og 13,4ferm) , með vönduðum stórum skápum.
Gestabaðherbergi (7,2ferm) með Soprano innréttingum og með sturtuklefa, allt flísalagt í hólf og gólf.  Dyr út í garð.
Bílskúrinn (38,2ferm) er Bergsteinsflísalagður og með sjálfvirkan hurðaropnara.  Innangengt er inn í bílskúrinn frá anddyri öfugt við það sem sýnt er á teikningunni.
Gólfefni hússins er mestmegnis granítflísar sérsniðnar 40sm x 90sm á öllum gólfum nema parket á svefnherbergjagólfum.
Klæðning hússins: Íbúðarhúsið er allt klætt ítölskum steinflísum.
Skjólveggur hefur verið steyptur upp sunnanmegin hússins sem á að hylja veröndina.
Lóðin (766,0 ferm) er öll malarborin og að öðru leyti ófrágengin.
TILBOÐ óskast í eignina.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn sölufulltrúi s:8-67-37-07 og bjossi@fasttorg.is sem sýnir eignina.  Hringið og pantið sýningu.
Normal 0 21 false false false IS X-NONE X-NONE

Skoða nánar
Eyjahraun 815 Þorlákshöfn

Tegund: Einbýli Stærð: 147 fm Herbergi: 4

*** Lítil útborgun, gott yfirtakanlegt lán frá Íbúðalánasjóði***
Fasteignasalan TORG kynnir :  Vel skipulagt  4ra herberja 117,4 fm einbýli á einni hæð með 30,0 fm bílskúr. Timburverönd út frá stofu. Búið er að skipta um glugga í öllu húsinu og endunýja eldhús. Allar upplýsingar gefur Dórothea fasteignasali í gsm: 8983326, dorothea@fasttorg.is .
Forstofa: Er rúmgóð með parketflísum og fatahengi. Innaf forstofu er geymsla.                            
Gestasalerni: Er innaf forstofu með dúk á gólfi og hvítum tækjum.                                                                               
Hol: Komið er inná  rúmgott hol með plastparket sem flæðir inn í stofu og inn svefnherbergisgang.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð stofa og borðstofa  með útgengi út á timburverönd.                                                                                                         
  Eldhús: Opið að hluta við borðstofu og stofu. Nýleg hvít IKEA innrétting með gler í hurðum í efri skápum. Nýleg hvít eldavél með keramikhelluborði og stál viftu, tengi fyrir uppþvottavél. Nýlegt smelluparket með flísamunstri á gólfi.                                                                                       
Þvottahús: Er innaf eldhúsi með dúk á gólfi. Hillur og vaskur. Útgengi út á stétt frá þvottahúsi.                                                                                                         
Svefnherbergisgangur: Er með þremur herbergjum og fataskápum eftir endilöngum ganginum. Rúmgott hjónaherbergi með lausum fataskápum, plastparket á gólfi.  Tvö barnaherbergi með plastparketi á gólfi.                                                                                     
Baðherbergi: Með glugga og flísalögðu gólfi.  Nýleg innrétting og sturtuklefi.                                                     
Bílskúr: Í endanum á bílskúrnum er geymsla með sérinngangi. Við hliðina er einnig gönguhurð inn í bílskúr Bílskúr. Lélegt ástand er á bílskúrnum. Forhitun er á vatninu inn í hús.
Hér er um að ræða eign á fjölskylduvænum stað með göngufæri í leik-, grunnskóla- ásamt góðu íþróttasvæði.  Í garðinum er  snúrustaur, rabbabbari og rifsberjarunnar. Algjör sveitasæla fyrir fjölskyldufólk, sjón er sögu ríkari!   Allar upplýsingar um eignina gefur  Dórothea E. Jóhannsdóttir, lgf,   dorothea@fasttorg.is , gsm: 898-3326.

Skoða nánar
Vatnagarðar 104 Reykjavík (Vogar)

Tegund: Atvinnuh. Stærð: 776 fm Herbergi: 4

Fasteignasalan TORG kynnir til leigu: Nýlegt 776 fm atvinnuhúsnæði sem í dag er nýtt sem lager. Mikil lofthæð og hillukerfi fyrir vörubretti í mestum hluta húsnæðisins. Nánari lýsing: 
Salur:  Innkeyrsludyr eru í báðum endum rýmisins auk göngudyra.  Hillukerfi fyrir 952 vörubretti er í salnum sem er með u.þ.b. 7,5 metra hæð í mest öllu rýminu.  Sérhannaður lyftari er í húsnæðinu og er hægt að leigja hann ef viðkomandi ætlar að nýta hillukerfin.  Landlæknisembætið er með 78 bretti í húsnæðinu í dag og getur það dregist frá leigu leigutaka, ef það hentar ekki flytjast þau bretti úr húsnæðinu. Aukarými:   Til viðbótar við salinn er hægt að hægt að semja aukalega um leigu á skrifstofurými í húsinu ef rekstur viðkomandi þarfnast þess. Allar nánari upplýsingar veitir Garðar Hólm sölufulltrúi gsm 899-8811eða gardar@fasttorg.is eða Sigurður Gunnlaugsson, Löggiltur fasteignasali gsm 868-6106 sigurdur@fasttorg.is

Skoða nánar

UM TORG

 

Á Fasteignasölunni TORG starfa einstaklingar

með mikla þekkingu á fasteignamarkaðinum.

Í dag eru 7 fasteigna-fyrirtækja og

skipasalar starfandi hjá stofunni og þó nokkrir

af þeim einnig löggiltir leigumiðlarar. 

 

Einnig eru 11 sölufulltrúar fasteigna sem hver um 

sig hefur mikla þekkingu og reynslu.

Nánar

KORTASJÁ

Hér getur þú skoðað allar eignir á eignaskrá í gegnum kortasjá.

Nánar

Ertu að selja?

Skráðu upplýsingar hér fyrir neðan og starfsmaður mun hafa samband.