Hafðu samband í síma

520 9595

" Fasteignasala Torg kynnir"

Melgerði 200 Kópavogur

Tegund: Einbýli Stærð: 234 fm Herbergi: 9

Fasteignasalan TORG, býður til sölu: MELGERÐI  32,   200-Kópavogur   Reisulegt, fallegt og virðulegt steinsteypt einbýlishús á 2 hæðum + efra-ris + kjallari + ásamt bílskúr í þessu eftirsótta einbýlahúsahverfi vesturhluta Kópavogs. 
Húsið er byggt árið 1958.  Bílskúrinn 1962.
Tilvalið fyrir handlaginn kaupanda sem vill gera upp gamalt i glæsilegt og sem nýtt. Heildar fermetrafjöldi eignarinnar er skráður hjá FMR (birt stærð) 234,5ferm (+ efra-ris sem er óskráð en með ca. 50ferm gólffleti undir súð) sem skiptist svo:

1. hæð er 93,1ferm og skiptist í anddyri, hol, hjónaherbergi, setustofu, borðstofu, eldhús, þvottaherbergi sem gengið inn úr anddyri, geymslu undir stiga og flísalagt baðherbergi með baðkari.  
2. hæð: 82,8ferm að hluta undir súð. 5 svefnherbergi og gengið út á suður svalir með óhindruðu útsýni til suðurs yfir suðurhlíðar vesturhluta Kópavogs er úr stærsta herberginu sem er með skápum. Einu svefnherberginu hefur verið breytt í auka eldhús og auðvelt að breyta aftur án mikilla tilfæringa. Snyrting (vaskur og klósett) og bjartur gangur/stigapallur fyrir miðju hæðarinnar, þaðan sem rennistigi upp í efrarisið.  
Kjallari  er geymsluherbergi samtals 28,3ferm + gamli kyndiklefinn (8,4ferm ekki getið í FMR) og er gengið í kjallarann um tröppur sem eru undir aðaltröppum.
Efra-ris er með gólffleti 50,0 ferm (10m x 5m), 2,6m upp í mæni frá gólfi en þakhallinn er um 40°. Efra-risið er óinnréttað en þurrt og fínt með gluggum á sitthvorum gafli. Efra-risins er ekki getið í FMR.
Bílskúr er 30,3ferm sem er byggður 1962, steinsteyptur og eru sér inngöngudyr og gluggi á vesturhlið skúrsins, út í garðinn.  Upphitaður, heitt og kalt vatn og rafmagn.
Lóðin er 800,0ferm , garðurinn er grasgarður með trjágróðri og blómabeðum. Nýleg girðing er í kringum lóðina. Allt mjög snyrtilegt og vel hirt.
Útsýni frá efrihæð og svölum  er óhindrað til suðurs, vesturs og austurs yfir suðurhlíðar vestur-Kópavogs.
Vatnslagnir og fráveita eru í góðu lagi að sögn seljenda og fráveitukerfi í götunni var endurnýjað fyrir nokkrum árum.

Útlit hússins er einstaklega virðulegt og flott og ekkert að sjá annað en að því hafi verið vel viðhaldið. Að innanverðu eru 2 aðalhæðirnar, naglhreinsaðar, sparslaðar og nýmálaðar af málarameistara, í hvítum lit.   Að sögn seljenda er húsið (kassinn) og þak í góðu lagi en kominn tími á járn og pappa á þaki.   Gluggar flestir orðnir lúnir nema bogagluggi í stofu, stór gluggi í stigagangi og í herbergi við svalirnar.  Innréttingar upphaflegar og þarfnast mögulega endurnýjunar við. Gólfefni eru ekki nema á hluta af gólfum þ.e., gott parket á stofugolfum, holi og eldhúsi.  Dúkur á 2 herbergjum á 2. hæð. Engar áhvílandi veðskuldir eru á eigninni. Tilboð óskast í eignina og verður öllum svarað. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Friðriksson, fasteignasölufulltrúi, sem sýnir eignina. Hringið í síma: 867-3707 eða skrifið bjossi@fasttorg.is og pantið söluyfirlit, teikningar og/eða skoðun.

Skoða nánar
Suðurgata 300 Akranes

Tegund: Einbýli Stærð: 124 fm Herbergi: 6

Fasteingasalan TORG kynnir: Suðurgata 29, tveggja íbúða hús. Einbýlishús á góðum stað á Akranesi. Aukaíbúð í kjallara með sérinngangi. Góð lóð er í kringum húsið. Hús málað fyrir fáeinum árum. Ný rafmagnstafla. """""""Skipti koma til greina á íbúð á höfuðborgarsvæðinu. """""""                               Áhvílandi um 14.000.000.- Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason sölufulltrúi í síma 694-4700 eða steini@fasttorg.is Gengið er inn í húsið frá miðhæð. Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Svefnherbergi er inn af forstofu með parketi á gólfi. Eldhús með fallegri innéttingu og opið frá eldhúsi yfir í borðstofu. Uppþvottavél í innréttingu fylgir með. Stofa með parketi á gólfi. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi öll með parketi á gólfi. Baðherbergi með nýlegu salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Dúkur á gólfi. Auka íbúð:  er 2ja herbergja og er með sérinngangi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél,  flísar og parket á gólfi. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason sölufulltrúi í síma 694-4700 eða steini@fasttorg.is         

Skoða nánar
Fróðaþing 203 Kópavogur

Tegund: Einbýli Stærð: 345 fm Herbergi: 7

Fasteignasalan  TORG  kynnir:Afar glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús með  frábæru útsýni út á Elliðavatn. Húsið er skráð 345,8 fm2 á tveimur hæðum, þarf af er innbyggður bílskúr 37,7 fm2. Stutt í Heiðmörkina og náttúruna. Gott hellulagt bílaplan með hitalögn. Húsið er teiknað af arkitektarstofunni Einrúm að utan  sem  innan. Húsið er steypt funkishús, hvítmálað og áltrégluggar. Allar innréttingar eru sérsmíðar af Trésmiðjunni Smiðshögginu.  Innréttingar og hurðir  með liggjandi eik og á öllum borðum er stein . Hiti er  gólfum og góð lofthæð er í húsinu.  Vandaðar gólf- og veggflísar (Casa Dolce Casa) frá Birgisson og fallegt eikarparket er á gólfum. Vönduð stáleldhústæki eru frá Siemens.  Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut, sölufulltrúi gsm: 699-4610 eða siggarut@fasttorg.is
Nánari lýsing eignar: Eignin skiptist í 2 hæðir, aðalhæð: forstofa , 2 svefnherbergi, geymslu/tölvuherbergi undir stiga, innbyggður bílskúr, geymsla innaf bílskúr, stórt eldhús, borðstofa og stofa og baðherbergi. Forstofa:  Komið inn í stóra forstofu  með rúmgóðum fatahillum,speglarennihurð og góðum skóhillum.Flísalagt gólf með fallegu flísum (Casa Dolce Casa). Eldhús : Stórt og fjölskylduvænt eldhús með miklu skápaplássi, eldunareyja með steini og tengt er við það eikarmatarborð sem rúmar 6 manns. Sérsmíðuð hvítsprautuð innréttingu með steini  á borði. Vönduð stáltæki eru í eldhúsinu, 2 ofnar innfelld uppþvottavél og tvöfaldur ísskápur. Eikarparket á gólfi. Borðstofa og stofa  eru mjög rúmgóðar með arni, gólfsíðir gluggar og eikarparket á gólfi. Útgengt út á hellulagðan og stóran viðarpall.  Tvö svefnherbergi:   Eru bæði mjög rúmgóð með parketi á gólfi Salernið: Með upphengdu salerni og fallegri hvít sprautlakkaðri innréttingu, stór spegil með  ljósi og góðum flísalögðum  sturtuklefa með gleri. Glæsilegar flísar á gólfi og hluta á vegg. Geymsla og bílskúr:  Geymslan er með góðum hillum sem ná uppí loft. Sérinngangur er frá hlið húsins. Frá geymslu er gengið inní rúmgóðan 37,7 m²  bílskúr með gluggum, rafmagnshurðaopnara, hillum, vaski, og rennandi vatni. Gott rými er undir stiganum sem gæti nýst sem tölvuherbergi/geymsla. Gengið er upp steyptan stiga með gleri og dökku kókosteppi. Efri hæð: sjónvarpsherbergi, 4 svefnherbergi, þar af eitt er hjónaherbergi með fataherbergi og sér baðherbergi, annað mjög stórt baðherbergi, þvottahús. Stórar ca. 67 fm svalir sem útgengt er út úr bæði frá hjónaherbergi og sjónvarpsherbergi . Hjónaherbergið  er rúmgott með stóru fallegu fataherbergi og fallegum innréttingum. Parket  er á gólfum. Inn af fataherberginu er gengið inní  glæsilegt baðherbergi með sturtu með gleri og upphengdu klósetti. Glæsilegar Casa Dolce Casa flísar eru á gólfum og veggjum.  Þvottahús   með góðu skápaplássi þar sem  þvottavél og þurrkara eru  í vinnuhæð 3 barnaherbergi eru á efri hæðinni öll mjög rúmgóð með parketi á gólfi, góðir hvítsprautaðir  fataskápar sem ná uppí loft eru á svefngangi. Eitt herbergið er í dag nýtt sem stórt skrifstofuherbergi en þar er frábært útsýni út á vatnið og fjallahringinn. Sjónvarpsherbergi : Með eikarparketi og útgengt út á risastórar svalir, einnig er útgengt út á þær frá hjónaherbergi .  Svalir: Er ca. 67 fm. hellulagðar og gert ráð fyrir tengi fyrir heitum potti. Glæsilegt útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll.
Niðurlag: Þetta er frábært fjölskylduhús sem hefur verið úthugsað í allri hönnun og nýtingu. Einbýlishús sem er með stóru rými fyrir alla og mjög miklu skápaplássi. Þrjú baðherbergi  með sturtu og eitt með baðkari og 6 svefnherbergi. Hús sem heldur vel utan um alla fjölskylduna.  Þetta er eign í algjörum sérflokki, með óviðjafnanlegu útsýni í rólegu og fallegu umhverfi þar sem stutt  er út í náttúruna.  Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut sölufulltrúi í gsm. 699-4610 eða  siggarut@fasttorg.is
 

Skoða nánar
Fjallaland 851 Hella

Tegund: Sumarhús Stærð: 152 fm Herbergi: 5

TORG , fasteignasala kynnir glæsilegt 153 fm heilsárs hús, staðsett á fallegum stað í landi Leirubakka í Landsveit, í Rangárþingi ytra.  Húsið er 152,5 fm að grunnfleti að meðtöldum 35,9 fm bílskúr, en íbúðarrýmið er 116,7 fm. Húsið er að hluta umlukið víðáttustórum, 116,5 fm, timburpalli með ómótstæðilegu útsýni m.a. til Helklu. Alger draumastaður til útivistar, gönguferða, náttúru- og sögustaðaskoðunar. Húsið stendur á eins hektara eignarlóð. Nánari útlistun landgæða er síðar í lýsingu þessari. Upplýsingar veitir Árni, lgfs, s. 893 4416,   Lýsing húss: Húsið er vönduð timburbygging reist á steyptum sökklum og súlum að hluta með feykistórum palli. Húsið er búið hitalögnum í gólfum, en vatnið er hitað með rafmagni í afkastamiklum heitavatnskút, sem er staðsettur í bílskúrnum. Gólf herbergja og stofu eru lögð eikarparketti en gólf á baði og í þvottahúsi eru flísalögð. Gólf bilskúrs er steypt. Stór stofan, með gluggum til þriggja átta, gólfsíðum til suðurs og vesturs, er afar björt með miklu útsýni. Stofan er það stór, að hún rúmar ágætlega borðstofuborð fyrir allt að 12 manns, auk dagstofu og sjónvarpsrýmis. Í norður hluta stofu er hálf-opið eldhús, búið vandaðri hvítri innréttingu og vönduðum tækjum, uppþvottavél og keramik helluborði, ásamt bakarofni, allt frá AEG. Fjögur herbergi eru samliggjandi við svefnherbergisgang, þrjú með skápum en eitt aðeins minna, öll stór og hjónaherbergið þó öllu stærst, við enda gangsins. Útgengt er af gangi út á pallinn. Baðherbergið er einnig við þennan sama gang, stórt með sturtuklefa, tveimur vöskum í hvítri innréttingu, upphengdu salerni og er útihurð út á pallinn. Við enda bílskúrs, næst íbúðarhúsinu er stórt þvottahús, sem jafnframt getur nýst sem geymsla. Gengið er utanfrá af palli inn í þvottahúsið. Þar við hlið er gönguhurð inn í bílskúrinn, sem er stór og góður.   Upplýsingar veitir Árni, lgfs, s. 893 4416, eða arnilar@fasttorg.is.  
Lýsing Fjallalands að Leirubakka í Landsveit, Rangárþingi ytra:   Fjallaland er glæsileg frístundahúsabyggð í landi Leirubakka í Landsveit, Rangárþingi ytra. Aðeins eru rúmir 100 km að Fjallalandi frá Reykjavík og er malbikað alla leið. Landið er einstaklega fallegt og býður upp á ótakmarkaða möguleika til hvers konar útivistar og náttúruskoðunar.
Sumarhúsalóðirnar eru í kjarri vöxnu hrauni, flestar um einn hektari að stærð og því rúmt um hvern bústað. Að sunnan og austan afmarkast lóðasvæðið af hinni fallegu Ytri-Rangá, sem hlykkjast í gegnum hraunið, að vestan liggur Fjallaland að Réttarnesi, sem er stórt skógræktarsvæði í eigu Ásahrepps og Rangárþings ytra og að norðan er svo jörðin Leirubakki, þar sem rekin verður fjölþætt þjónustustarfsemi m.a. fyrir hina nýju byggð. 
Skipulag Fjallalands miðar allt að því að sumarhúsabyggðin falli sem best að landinu. Þar eiga allir íbúar að geta verið í næði og búið að sínu. Ætlun forystumanna á svæðinu er að þróunin verði sú, að svæðið muni búa við öll nútíma þægindi, svo sem góðar vegasamgöngur, heitt og kalt vatn og vefsamband. Síðast en ekki síst verður svo hægt að sækja hvers kyns þjónustu heim að staðnum á Leirubakka. Þar er til dæmis rekið hótel og veitingahús, tjaldstæði og útleiga á sölum til samkomuhalds.  Náttúran á þessum slóðum er einstök. Í Fjallalandi er staðviðrasamt og oft mjög hlýtt á sumrin, enda er orðið mjög langt til sjávar. Umhverfið er stórbrotið og fjallasýnin glæsileg: Hekla gnæfir yfir og vel sést til Búrfells, Bjólfells, Tindfjalla og Tindfjallajökuls. Mikið fuglalíf er í hrauninu og ekki spillir Ytri-Rangá umhverfinu; í senn ein fallegasta á landsins og ein aflahæsta laxveiðiáin. Þá er örstutt frá Fjallalandi og Leirubakka að mörgum kunnum náttúruperlum svo sem Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Veiðivötnum, Landmannahelli, skóginum í Skarfanesi og þannig mætti lengi telja. Örstutt er svo í gönguferðir að Réttarnesi, hinum fornu, grjóthlöðnu réttum Landsveitar, sem hlaðnar voru árið 1680. Hvert sem litið er blasir falleg náttúra við og sagan er við hvert fótmál.
Leirubakki er gömul jörð og höfuðból að fornu og nýju. Þar stóð kirkja um meira en sex alda skeið, helguð Pétri postula. Staðarins er getið í bæði Sturlungu og Byskupasögum og meðal eigenda Leirubakka fyrr á öldum voru Snorri Sturluson sem þar stundaði meðal annars nautaeldi, og Ólöf ríka. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1.Stimpilgjald af kaupsamningi - einstaklingur 0.8 % af fasteignamati en lögaðili 1,6%.  2.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldarbréfi, veðleyfi o.fl. kr.  2.000.- kr. af hverju skjali.  3.Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstól skuldabréfs.  4.Umsýslugjald til fasteignasölu kr.  49.900. - með vsk

Skoða nánar
Sandavað 110 Reykjavík (Árbær)

Tegund: Fjölbýli Stærð: 126 fm Herbergi: 3

Fasteignasalan TORG kynnir:  Glæsileg 3ja herbergja, 126,3 fm endaíbúð á efstu hæð í fallegu 3ja hæða lyftuhúsi ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Stórar hellulagðar suður-svalir þar sem gert er ráðfyrir heitum potti, gengið er út á svalir úr stofu og baðherbergi. Mikil lofthæð er í íbúðinni og fallegt útsýni til fjalla og óspilltrar náttúru. Uppl.  Þóra gsm: 822-2225 NÁNARI LÝSING: Allar innréttingar og parket úr vandaðri eik. Forstofa  með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Eldhús  með fallegri innréttingu og vönduðum stáltækjum, parket á gólfi. Stofa/borðstofa er opin og björt með útgengi á stórar hellulagðar suður-svalir með glæsilegu útsýni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting og vandaður sturtuklefi sem er búinn nuddi, viftu og ljósi. Útgengi er á svalirnar þar sem gert er ráðfyrir heitum potti. Hjónaherbergi með mjög góðum fataskápum og parketi á gólfi.  Svefnherbergi með góðum fataskáp og parketi á gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi, gluggi er á þvottahúsinu. Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni og sér geymsla er staðsett beint fyrir framan stæðið, sameiginleg vagna og hjólageymsla er á fyrstu hæð. Sameign er hin snyrtilegasta og stigahús lagt steinteppi. Glæsileg eign í vinsælu hverfi þar sem stutt er í óspillta náttúru og fallegar gönguleiðir. 
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir lögg.fasteignasali Fasteignasölunnar Torg  sími 822-2225 eða  thora@fasttorg.is

Skoða nánar
Arnarsmári 201 Kópavogur

Tegund: Fjölbýli Stærð: 89 fm Herbergi: 4

Fasteignasalan TORG kynnir:  Falleg og vel skipulögð 4ra herb endaíbúð á 2 hæð  í snyrtilegu fjölbýli. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, hjónaherbergi og 2 góð barnaherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Stutt er í alla þjónustu, leikskóla, skóla og öflugt íþróttafélag. Uppl.  Þóra gsm: 822-2225   NÁNARI LÝSING. Forstofa  með góðum fataskáp.   Baðherbergi  er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting og baðkar með sturtuaðstöðu.   Hjónaherbergi  með góðum fataskápum og parketi á gólfi. Barnaherbergi  eru tvö  bæði með fataskáp og parketi á gólfi. Stofa og borðstofa  í björtu rými með parket á gólfi og útgengi á suðursvalir. Eldhús  með góðri viðarinnréttingu og parket á gólfi Þvottahús  er innan íbúðar með fllísum á gólfi.  Geymsla  er í sameign auk sameiginlegrar vagna og hjólageymslu. Sameign er snyrtileg og hús virðist í góðu ástandi. Falleg 4ra herbergja endaíbúð í góðu húsi á vinsælum stað. Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir lögg.fasteignasali Fasteignasölunnar Torg  sími 822-2225 eða  thora@fasttorg.is

Skoða nánar
Básbryggja 112 Reykjavík (Grafarvogur)

Tegund: Fjölbýli Stærð: 233 fm Herbergi: 5

***OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAG 15 apríl kl 17.30-18.00 BÁSBRYGGJA 51 VERIÐ VELKOMIN*** Fasteignasalan TORG kynnir: Eign í sérflokki! Stórglæsileg og afar vönduð 273fm „penthouse“ íbúð ásamt 61 fm bílskúr í fallegu lyftuhúsi á besta stað í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. samtals er eignin 334fm. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is
Nánari lýsing:  Húsið er steinsteypt, málmklætt og einangrað að utan. Húsið er 4 hæðir +ris með 11 íbúðum. Það er byggt árið 2000 og stendur við sjó innst í Bryggjuhverfinu. Gluggar eru úr máluðu tré og klæddir með málmi að utan. Gler er þrefalt. Sameiginlegur inngangur er í húsið. Afar hugguleg sameign með flísalögðu holi og víðum teppalögðum stiga og lyftu.
Íbúðin: íbúðin er á 3. og 4. hæð.  Fyrir framan innganginn í íbúðina er stór tvíbreiður skóskápur sem fylgir íbúðinni. Hljóðeinangrandi eldvarnarhurð er inn í íbúðina. Forstofa/hol : Komið er inn í stórt og fallegt hol með steinflísum á gólfi og stórum innfelldum ítölskum forstofuskápum úr kirsuberjavið frá Casa. Bjartar stofurnar blasa við og þvottahús er á vinstri hönd. Það er vandlega innréttað með vaski og góðu geymsluplássi. Stofur: Björt stofan er opin en þrískipt. Stór borðstofa er til vinstri og rúmar stórt borðstofuborð. Til hægri er setu og sjónvarpsstofa og í miðju er setustofa. Gluggar eru á 3 vegu, til norðurs, austurs og suðurs. Hátt er til lofts með innfelldri lýsingu og styrkstýringu. Dökkt lakkað gegnheilt suður-amerískt parket er á gólfi. Gardínustangir eru úr ekta messing málmi. Út frá stofu eru svalir sem rúma grill, borð og stóla og þaðan er mikið útsýni yfir höfnina, Grafarvoginn og innsiglinguna í bátalægi Bryggjuhverfisins. Varanlegt gólfefni og vindhlífar eru á svölunum.
Eldhúsið: eldhúsið er til hægri við innkomu í íbúðina, það er stórt og bjart með gluggum til suðurs með útsýni inn Grafarvoginn. Eldhúsið er vel lýst bæði með innfelldri lýsingu sem og öðrum ljósum. Skápa og vinnupláss er gott og eldhúsborð rúmar 6-8 manns. Innréttingin er úr kirsuberjavið en hurðir eru sprautulakkaðar og mosaikflísar eru yfir vaski og hellum. Gegnheill viður er í borðplötum. Eldhúsvaskur er tvískiptur með rafmagnskvörn og útdregnum krana. Helluborð er stórt og háfur með útblæstri yfir. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og tengi er fyrir uppþvottavél.Steinn er á gólfi.
Við eldhúsið og fyrir miðri íbúðinni er gangur með bogadregnum vegg lögðum mosaikflísum. Þar innaf er alrými með miklu skápaplássi, samskonar skápar og í holi og þaðan er gengið í baðherbergi, hjónaherbergi, bókaherbergi/skrifstofu og um stiga upp á efri hæð. Baðherbergið er með stein á gólfi,mosaic á veggjum, baðkari og sturtu með hertu gleri og innréttingu. Í bókaherbergi/skrifstofu er parket á gólfi og vandaðar hillur og skápar,(hægt að nota sem svefnherbergi). Hjónasvítan er stór og björt með gluggum á tvo vegu, til suðurs og suðvesturs. Baðherbergi og fataherbergi  með miklum hillum og skápum úr kirsuberjavið er innaf svítunni og  svalir sem snúa til suðvesturs.  Á gólfi er gegnheilt parket og steinflísar á baðherbergi. Hátt er til lofts og og lýsing innfelld. Á baðherberginu eru mosaikflísar á veggjum, sturtuklefi, hornbaðkar, falleg innrétting og stór spegill með góðri lýsingu.
Efri hæð: gengið er upp á efri hæðina um afar fallegan og vandaðan hringstiga lögðum parketi . Þar eru tvö svefnherbergi, stofa/alrými og baðherbergi ásamt stórum svölum. Hátt er til lofts, loftið er allt viðarklætt með innfelldri lýsingu. Gegnheilt parket er á gólfi nema í baðherbergi, þar er steinn á gólfi, mosaikflísar á veggjum, inrétting, baðkar og sturta . Stofan er rúmgóð og þaðan er gengið út á stórar suður svalir. Svefnherbergin eru stór og björt, bæði með góðum skápum úr kirsuberjavið.  Íbúðin er þrædd fyrir öryggisvarnakerfi og er með ljósleiðaratengingu.
Bílskúr : stór tvöfaldur bílskúr af bestu gerð fylgir eigninni, hann er með rafmagnshurðaopnara og vandaðri innréttingu sem mögulega getur fylgt með og miklu geymsluplássi.
Niðurlag: Þetta er einstök eign þar sem stutt er til útivistar og fallegra gönguleiða, mikið dýralíf, stökkvandi lax á sumrin og selurinn árið um kring. Náttúran er síbreytileg og fjölbeytileiki í lífinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir sölustjóri gsm 895-6107 eða hafdis@fasttorg.is

Skoða nánar
Hulduland 108 Reykjavík (Austurbær)

Tegund: Raðhús Stærð: 195 fm Herbergi: 4

Fasteignasalan TORG kynnir fallegt palla r aðhús með bílskúr í Fossvoginum með frábæru útsýni – í einu af vinsælasta og skjólsælasta hverfinu í Reykjavík. Góð bílastæði við innganginn. 
Stór stofa, 2 svefnherbergi, voru 3 auðvelt að breyta aftur. Gróinn suðurgarður með sólpalli og suður svalir út frá hjónaherb.
Skipulag:   Húsið er á þremur pöllum. Á miðpalli er inngangur, rúmgóð forstofa með fatahengi, gestasalerni og gengið er frá forstofu í kjallarann, þar sem þvottahús, geymsla og ca. 30 fm. gluggalaust rými er. Frá forstofu tekur við hol, eldhús með beyki innréttingu og borðkrók. Á neðsta palli er rúmgóð stofa/borðstofa með útgengi út í suðurgarð. Á efsta palli eru í dag 2 svefnherbergi, en voru áður 3, auðvelt að breyta aftur og eru báðar hurðirnar ennþá. Baðherbergið var endurnýjað fyrir nokkrum árum,  flísalagt, og var þá sett nýtt baðkar, vaskur og nett innrétting.  
Nánari lýsing:
Miðpallur/kjallari:   Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu, þar er gestasnyrting. Þar við hliðina er gengið niður tröppur í Þvottahúsið, geymsluna og í gluggalaust stórt rými ca. 30 fm., sem væri tilvalið sem „hobbý herbergi“.
Þegar komið er inn úr forstofu tekur við opið hol þar sem parketlagður stigi tengir hæðirnar og er eldhúsið með góðum borðkrók.
Neðsti pallur: Mjög rúmgóð stofa/borðstofa með útgengi út í gróinn og skjólgóðan suðurgarð með sólpalli sem var smíðaður ´95.
Efsti pallur:  Baðherbergi með baðkari. Þá kemur hjónaherbergi með útgengi á suðursvalir sem voru endurnýjaðar fyrir nokkrum árum. Mjög fallegt útsýni er frá efri hæðinni. Við hlið hjónaherbergis er rúmgott barnaherbergi, en var áður tvö herb. auðvelt að breyta aftur, báðar hurðirnar eru ennþá til staðar.
Bílskúr: Er 19,4 fm. (innifalið í heildarfermetratölu) með rafmagnsstýrðri bílskúrshurð og er staðsettur í frístandandi bílskúrslengju á móti húsinu.
Viðhald: Skipt var um þak á húsinu´12. Baðherb.á efra palli var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Eldhúsið var endurnýjað ´83-´84 og parketið var lagt á öllu húsinu ´93-´94. Pallurinn var smíðaður ´95.
Þetta er gott raðhús á frábærum stað. Íbúar í Fossvogi vilja meina að hvergi sé betra veður á höfuðborgarsvæðinu en einmitt í Fossvoginum. Allar nánari uppl. veitir Sigrún s. 857-2267 netf.: sigrun@fasttorg.is

Skoða nánar
Árbraut-kjós 270 Mosfellsbær

Tegund: Sumarhús Stærð: 43 fm Herbergi: 3

Fasteignasalan TORG kynnir: LAUS STRAX Vel staðsettur bústaður á þessum eftirsótta stað á 1.241 fm eignarlóð við Meðalfellsvatn í Kjós. Húsð skiptist í forstofu, snyrtingu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og svefnloft. Timburverönd er við húsið og lítill útigeymsla. Mest af innbúi fylgir með sem og bátur með utanborðsmótor. Sér vatnsbrunnur með dælu er á lóðinni fyrir kalt vatn. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason sölufulltrúi í síma 694-4700 eða steini@fasttorg.is Nánari lýsing : Komið er inn á forstofugang með gólfborðum. Snyrting er með gólfborðum, sturtuklefa, salerni og skáp fyrir ofan vask. Stofa og opið eldhús eru í sama rými með gólfborðum og arin. Tvö svefnherbergi. Stigi liggur úr stofu upp á svefnloft. Lóðin er 1.241 fm eignarlóð og með fallegum trágróðri. Bústaðurinn er skráður 34,4 fm hjá FMR en sirka 9fm viðbygging er óskráð. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gíslason sölufulltrúi í síma 694-4700 eða steini@fasttorg.is

Skoða nánar
Smiðjuvegur 200 Kópavogur

Tegund: Atvinnuh. Stærð: 187 fm Herbergi: 0

Fasteignasalan TORG kynnir til sölu  afar gott húsnæði á jarðhæð 187,7 fm. Húsnæðið er innréttað þannig að það getur nýst til fjölbreyttra hluta.
Stór innkeyrsluhurð. Smekklega innréttað húsnæði. Húsnæðið er nú innréttað til að mæta þörf heildverslunar með fatnað, en auðvelt er að breyta því og aðlaga að annarri starfsemi.
Allt afar snyrtilegt og huggulegt. Þrjú stór skrifstofuherbergi, kaffistofa og salerni, en aðalrýmið er sýningar- og lagerrými. Inn af innkeyrsludyrum er afstúkað rými með geymslulofti, en þetta rými er aðallega notað til vörumóttöku og sem geymsla.
Upplýsingar veitir Árni fasteignasali, s. 893 4416 eða arnilar@fasttorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi  0.8% ef einstaklingur en 1,6 % ef lögaðili á í hlut, af heildarfasteignamati.  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldarbréfi, veðleyfi o.fl. kr.  2.000.- kr. af hverju skjali.  3. Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstól skuldabréfs.  4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.  49.900. - með vsk.

Skoða nánar

UM TORG

 

Á Fasteignasölunni TORG starfa einstaklingar

með mikla þekkingu á fasteignamarkaðinum.

Í dag eru 7 fasteigna-fyrirtækja og

skipasalar starfandi hjá stofunni og þó nokkrir

af þeim einnig löggiltir leigumiðlarar. 

 

Einnig eru 11 sölufulltrúar fasteigna sem hver um 

sig hefur mikla þekkingu og reynslu.

Nánar

KORTASJÁ

Hér getur þú skoðað allar eignir á eignaskrá í gegnum kortasjá.

Nánar

Ertu að selja?

Skráðu upplýsingar hér fyrir neðan og starfsmaður mun hafa samband.